Handbolti

Andersson kominn til AG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Svíinn Magnus Andersson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá AG Kaupmannahöfn.

Guðmundur Guðmundsson gegndi þessu sama starfi áður en hann tók við þjálfun þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. Þá var hann reyndar yfirmaður íþróttamála hjá báðum félögum, sem þá voru bæði undir stjórn Jesper Nielsen.

Nielsen hefur nú dregið sig að stærstum hluta til hliðar hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem að AG Kaupmannahöfn og Löwen munu bæði keppa í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Andersson hætti fyrr í vikunni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hans síðasti leikur var gegn Íslandi í Laugardalshöllinni og tapaðist með fimmtán marka mun.

Fimm Íslendingar eru á mála hjá AG - Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Guðmundsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×