Körfubolti

Jakob og Hlynur báðir í úrvalsliði NM 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson.
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Íslenska landsliðið átti tvo leikmenn í úrvalsliði Norðurlandamótsins í körfubolta sem lauk í Sundsvall í kvöld eða jafnmarga og Norðurlandameistarar Finna. Íslenska liðið tryggði sér bronsverðlaun með sigri á Norðmönnum í dag.

Heimamennirnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, sem leika með Sundsvall Dragons, voru valdir í liðið en auk þeirra voru þeir Christian Maraker, Svíþjóð og Petteri Koponen og Teemu Rannikko frá Finnlandi í úrvalsliðinu. Teemu Rannikko var valinn besti leikmaður mótsins.

Jakob skoraði 17,8 stig að meðaltali í fjórum leikjum íslenska liðsins en Hlynur var með 15,5 stig og 10,3 fráköst að meðaltali í leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×