Handbolti

Atletico Madrid skoraði 52 mörk í einum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ótrúlegar tölur sáust í leik Atletico Madrid og Octavio Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gær en fyrrnefnda liðið vann þá stórsigur, 52-27. Atletico sló þar með sautján ára gamalt met sem Octavio Vigo átti einmitt áður.

Vigo setti metið árið 1994 er liðið skoraði 48 mörk í leik gegn Galdar sem skoraði 43 mörk í sama leiknum. Samtals 91 mark sem er met sem stendur enn í dag.

Það mesta sem hefur verið skorað í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni er 88. Það gerðist fyrir sex árum síðan er Kiel vann sigur á Madgeburg, 54-34. Kiel skoraði því tveimur mörkum meira í þeim leik en Atletico gerði í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×