Handbolti

Góðar fréttir fyrir Ísland | Slóvenar án síns besta leikmanns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juri Natek í leik með slóvenska landsliðinu.
Juri Natek í leik með slóvenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Einn besti leikmaður slóvenska landsliðsins í handbolta, örvhenta skyttan Juri Natek, verður ekki með liðinu á EM í Serbíu sem hefst í næsta mánuði.

Slóvenía er með Íslandi í riðli á EM í Serbíu ásamt Króatíu og Noregi. Um gríðarlegan sterkan riðil er að ræða en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla.

Natek leikur með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann er liðsfélagi Björgvins Páls Gústavssonar. Slóvenar verða einnig án Bostjan Kavas, sem einnig er örvhent skytta en hann leikur með Wisla Plock í Póllandi.

Íslendingar verða einnig án Ólafs Stefánssonar á mótinu en hann hefur verið lykilmaður í landsliðinu í vel á annan áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×