Handbolti

Grótta nældi í dýrmætt stig á Ásvöllum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts

Grótta gerði í kvöld jafntefli við Hauka, 31-31, á útivelli í botnbaráttu N1-deildar kvenna. Þetta var aðeins þriðja stig Gróttu í vetur.

Haukar eru í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig og eru því enn fjögur stig á milli liðanna.

Gróttustúlkur sýndu hins vegar í kvöld að þær ætla að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.

Staðan í hálfleik var 15-14, Gróttu í vil. Sigrún Birna Arnardóttir skoraði átta mörk fyrir gestina og Fríða Jónsdóttir sex. Markahæstar hjá Haukum voru Erla Eiríksdóttir, Karen Helga Sigurjónsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir með sex mörk hver.

Heil umferð fór fram í deildinni um helgina:

ÍBV - ÍR 31-21

Fylkir - FH 26-20

Stjarnan - Fram 24-25

HK - Valur 22-35

Haukar - Grótta 31-31






Fleiri fréttir

Sjá meira


×