Handbolti

Róbert: Þetta er svartur dagur

Henry Birgir Gunnarsson í Halle skrifar
Róbert náði sér ekki á strik í gær eins og svo margir aðrir í íslenska liðinu.
Róbert náði sér ekki á strik í gær eins og svo margir aðrir í íslenska liðinu. Fréttablaðið/Vilhelm
„Við áttum hræðilegan leik í dag og verðum að axla fulla ábyrgð á því,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson eftir skellinn í Halle.

„Þetta var svartur dagur hjá okkur. Við vorum arfaslakir á allan kanta. Því miður fór þetta svona og okkur finnst það sjálfum verst. Ég veit að fólkinu heima finnst þetta hræðilegt en okkur líður ekkert betur. Það er ekki boðið upp á neinar afsakanir því við vorum einfaldlega lélegir,“ sagði hreinskilinn Róbert.

„Þetta leit illa út og ég ætla ekki að þræta fyrir það. Við ætluðum að mæta grimmir og vinna og undirbjuggum okkur vel. Við áttum bara slakan dag og ég hef engar útskýringar á þessu. Þetta er einn af okkar lélegustu leikjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×