Mills alltaf velkominn 23. september 2011 13:30 Tómas M. Tómasson spilaði með Mike Mills á tónleikum á Ob-la-di Ob-la-da í ágúst. Fréttablaðið/GVA Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. „Við máttum ekki kynna hann sem bassaleikarann í R.E.M. Hann var bara Mike Mills frá Aþenu í Georgíu," segir Tómas M. Tómasson, Stuðmaður og meðlimur Bítladrengjanna blíðu. „Ég rétti honum bassann en hann vildi ekki spila og sagði: „Þú kannt þetta miklu betur en ég". Mills söng með þeim nokkur lög, þar á meðal Back in the USSR og Revolution. „Þetta var einkar geðugur náungi. Hann var að koma úr ferðalagi um Austur-Evrópu og var á leiðinni heim. Hann var mjög hrifinn af bandinu okkar og konan hans sem er tónlistargagnrýnandi var líka hrifin af okkur," segir Tómas. Þau skildu eftir sig netfang og sendu Bítladrengirnir þeim kveðju í kjölfarið. „Við eigum eftir að senda þeim myndir og dót og gerum það við tækifæri." Tómas og félagar spila á Obladí- Oblada á hverju þriðjudagskvöldi og segir hann Mills alltaf velkomið að stíga með þeim upp á svið. Spurður hvað honum finnist um endalok R.E.M. segir hann: „Þetta tekur allt sinn enda. Ég vona bara að þeir hafi hætt í sátt og samlyndi." Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. „Við máttum ekki kynna hann sem bassaleikarann í R.E.M. Hann var bara Mike Mills frá Aþenu í Georgíu," segir Tómas M. Tómasson, Stuðmaður og meðlimur Bítladrengjanna blíðu. „Ég rétti honum bassann en hann vildi ekki spila og sagði: „Þú kannt þetta miklu betur en ég". Mills söng með þeim nokkur lög, þar á meðal Back in the USSR og Revolution. „Þetta var einkar geðugur náungi. Hann var að koma úr ferðalagi um Austur-Evrópu og var á leiðinni heim. Hann var mjög hrifinn af bandinu okkar og konan hans sem er tónlistargagnrýnandi var líka hrifin af okkur," segir Tómas. Þau skildu eftir sig netfang og sendu Bítladrengirnir þeim kveðju í kjölfarið. „Við eigum eftir að senda þeim myndir og dót og gerum það við tækifæri." Tómas og félagar spila á Obladí- Oblada á hverju þriðjudagskvöldi og segir hann Mills alltaf velkomið að stíga með þeim upp á svið. Spurður hvað honum finnist um endalok R.E.M. segir hann: „Þetta tekur allt sinn enda. Ég vona bara að þeir hafi hætt í sátt og samlyndi."
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira