Handbolti

Stórsigur hjá U-21 árs liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Aron skoraði 4 mörk í dag.
Róbert Aron skoraði 4 mörk í dag.

Íslenska U-21 árs landsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni HM í Serbíu með miklum látum er liðið valtaði yfir Makedóníu, 37-24.

Íslensku strákarnir höfðu mikla yfirburði í leiknum og leiddu með tíu mörkum í leikhléi, 21-11.

síðari hálfleikur var því algjört formsatriði og bættu strákarnir þá um betur.

Næsti leikur liðsins fer fram á morgun en þá spilar liðið gegn Eistlandi.

Mörk Íslands: Guðmundur Árni Ólafsson 6, Vignir Stefánsson 5, Halldór Guðjónsson 4, Róbert Aron Hostert 4, Heimir Óli Heimisson 4, Bjarki Már Elísson 3, Tjörfi Þorgeirsson 3, Ragnar Jóhannsson 3, Ólafur Guðmundsson 3 og Stefán Rafn Sigurmannsson 2.

 

Í markinu varði Sigurður Örn Arnarson 8 bolta og Arnór Stefánsson 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×