Fótbolti

Gladbach missteig stig | Gott gengi Hamburg heldur áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Gladbach niðurlútur eftir úrslit gærkvöldsins.
Leikmenn Gladbach niðurlútur eftir úrslit gærkvöldsins. Nordic Photos / Getty
Borussia Mönchengladbach tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni í Þýskalandi með 1-1 jafntefli gegn Hamburg á heimavelli í gær.

Gladbach hefði náð Dortmund að stigum en meistararnir sitja á toppinum með 49 stig. Þeir geta aukið forskot sitt á Gladbach í fimm stig með sigri á Hannover 96 á Westfalen-leikvanginum á morgun.

Mike Hanke kom Gladbach yfir með skallamarki undir lok fyrri hálfleiks. Tyrkinn Tolgay Arslan jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og tryggði gestunum eitt stig.

Ótrúlegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Hamburg eftir að Thorsten Fink tók við liðinu í október. Liðið hefur farið úr botnsæti deildarinnar og er komið í baráttu um Evrópusæti.

Nokkrir leikir fara fram í deildinni í dag. Stórleikur umferðarinnar er hins vegar á morgun þegar Bayern München tekur á móti Schalke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×