Íslenski boltinn

Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt

Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði Íslands í dag.
Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði Íslands í dag.
Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20.

Íslenska liðið er að mestu skipað leikmönnum frá Íslandi og Norðurlöndunum en ekki er um formlegan landsleikjadag að ræða og margir leikmenn því fjarverandi.

Ísland mun leika 4-4-2 leikaðferðina og er byrjunarliðið þannig skipað:

Markvörður:

Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður

Guðmundur Kristjánsson

Vinstri bakvörður

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Miðverðir

Hallgrímur Jónasson

Hjálmar Jónsson

Hægri kantmaður

Arnór Smárason

Vinstri kantmaður

Þórarinn Ingi Valdimarsson

Miðtengiliðir

Helgi Valur Daníelsson (fyrirliði)

Haukur Páll Sigurðsson

Framherjar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Matthías Vilhjálmsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×