Handbolti

Íslenska landsliðið fimmta besta í Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2014 í handbolta. Ísland er í fimmta sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

Undankeppnin hefst í haust en dregið verður í riðla í Kaupmannahöfn þann 20. apríl næstkomandi.

Danmörk, núverandi Evrópumeistari, er í efsta sæti styrkleikalistans en fær sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitakeppninni sem gestgjafi.

Þar á eftir koma Króatía, Frakkland, Spánn og svo Ísland. Þau verða í efsta styrkleikaflokki í undankeppninni ásamt Póllandi, Serbíu og Þýskalandi.

Styrkleikalisti EHF sem gefinn var út í gær:

1. Danmörk

2. Króatía

3. Frakkland

4. Spánn

5. Ísland

6. Pólland

7. Serbía

8. Þýskaland

9. Ungverjaland

10. Noregur

11. Svíþjóð

12. Slóvenía

13. Makedónía

14. Tékkland

15. Austurríki

16. Rússland

17. Slóvakía

18. Portúgal

19. Úkraína

20. Grikkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×