Körfubolti

Snæfellingar aftur á sigurbraut | Fjölnir næstum því búið að stela sigrinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marquis Hall.
Marquis Hall. Mynd/Stefán
Snæfell endaði þriggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að vinna nauman 89-86 sigur á Fjölni í Stykkishólmi. Snæfellsliðið var með gott forskot fram eftir öllum leik en var næstum því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin.

Quincy Hankins-Cole skoraði 18 stig fyrir Snæfell þar á meðal gríðarlega mikilvæga körfu níu sekúndum fyrir leikslok. Marquis Hall var atkvæðamestur með 26 stig og 7 stoðsendingar og Jón Ólafur Jónsson skoraði 17 stig.

Snæfellingar tóku frumkvæðið í upphafi leiks, komust í 13-4 og 19-6 og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-14. Marquis Hall skoraði 11 stig í fyrsta leikhlutanum. Snæfell vann annan leikhlutann 23-20 sem skilaði Hólmurum þrettán stiga forskoti í hálfleik, 47-34.

Fjölnir kom muninum niður í sjö sig með góðum kafla í upphafi seinni hálfleiks en munurinn var aftur orðinn 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 67-56. Fjölnisliðið gerði enn betur í upphafi fjórða leikhlutans og náði að jafna metin í 74-74 þegar fimm mínútur voru til leikslok.

Liðin skiptust á að hafa forystuna á æsispennandi lokamínútum en Snæfellsliðið hafði betur og vann langþráðan sigur í jöfnum leik.



Snæfell-Fjölnir 89-86 (24-14, 23-20, 20-22, 22-30)

Snæfell: Marquis Sheldon Hall 26/7 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 18/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17/7 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 15, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Ólafur Torfason 2, Óskar Hjartarson 1.

Fjölnir: Calvin O'Neal 31/4 fráköst, Nathan Walkup 16/9 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 15, Hjalti Vilhjálmsson 11/5 fráköst, Jón Sverrisson 10/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×