Ótrúleg bæting í Bakgarðshlaupinu: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“ Aron Guðmundsson skrifar 24. september 2024 09:01 Þórdís náði frábærum árangri í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa um nýliðna helgi Vísir/Sigurjón Þórdís Ólöf Jónsdóttir ætlaði sér að hlaupa þangað til hún gæti ekki meira í Bakgarðshlaupinu sem fór fram um nýliðna helgi. Það varð til þess að hún stórbætti sinn besta árangur í hlaupinu. Þórdís endaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fór fram í Heiðmörk um nýliðna helgi. Keppnin stóð yfir í rúman einn og hálfan sólarhring og var það Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum með því að klára 38 hringi sem hver er 6,7 kílómetra langur, það gera um 254,6 kílómetra. Sjálf kláraði Þórdís 37 hringi, rétt tæpa 248 kílómetra en lengi vel voru þær Marlena bara tvær eftir í hlaupinu. Best hafði Þórdís náð að hlaupa fimmtán hringi í bakgarðshlaupi fyrir keppni helgarinnar. Þeim árangri náði hún í maí fyrr á árinu og því er hún að bæta sig um rúma 147 kílómetra milli hlaupa. „Ég fór fimmtán hringi í maí en hefði geta haldið áfram þá. Ég var hins vegar búin að lofa sjálfri mér því að hætta því ég var á leiðinni í próf daginn eftir. Ég sá svo mikið eftir því þá. Að hafa hætt. Markmiðið var því alltaf að fara aftur í Bakgarðshlaupið og hætta ekki að hlaupa fyrr en ég bara gjörsamlega gæti ekki meira. Það gekk eftir.“ Þannig að þú vissir komandi inn í þetta hlaup að þú ættir kannski töluvert mikið inni? „Já allavegana eitthvað. Kannski ekki alveg þrjátíu og sjö hringi. En alveg eitthvað. “ „Ég hélt svona í besta falli að ég myndi komast þrjátíu hringi. Það væri þá á mjög góðum degi í mjög góðu dagsformi. Svo einhvern veginn getur maður meira en maður heldur. Ég held það sé alltaf þannig.“ Tekur einn hring í einu Andlegi styrkurinn skiptir ekki minna máli en sá líkamlegi þegar kemur að Bakgarðshlaupum og þar er Þórdís sterk og býr yfir þeim styrk að geta beint einbeitingunni í réttan farveg þegar á brattan sækir. „Nei maður verður bara að taka þetta einn hring í einu. Það er rosa misjafnt hvernig manni líður. Þetta er þó oftast þannig að ef maður líður illa í einum þessum hring þá líður það hjá eftir svona tvo hringi. Maður þarf bara að hafa einbeitinguna í lagi og hugsa um eitthvað annað eða beina einbeitingunni í einhvern annan farveg en að þjáningunni.“ Og fjölmennt stuðningsteymi fylgdi Þórdísi og átti stóran þátt í því að henni tækist að bæta sig svona svakalega. „Ég hefði aldrei getað þetta án þeirra og er ævinlega þakklát fyrir þau öll sem og öll þau sem hafa sent mér skilaboð, horft og fylgst með. Sérstaklega fjölskyldu og vini sem voru æðisleg fyrir mig á hliðarlínunni.“ Byrjaði að hlaupa fyrir fimm árum Maður gert sér það í hugarlund að dagurinn eftir Bakgarðshlaup sé erfiður fyrir hlaupara. Sjálf er Þórdís á réttri leið og líður betur en hún bjóst við. Hún horfir fram vegin og langar að reyna enn meira fyrir sér í Bakgarðshlaupum. Sjá hversu langt hún kemst. Sjálf byrjaði hún að hlaupa fyrir alvöru árið 2019 er hún hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon. Eftir það var ekki aftur snúið. „Ég fór hálfmaraþon árið 2019. Hafandi ekkert hlaupið fyrir það. Svo bara ágerist þetta. Maður fær meiri og meiri áhuga á því að hlaupa. Maður vill alltaf meira, gera stærri hluti. Svo er maður komin á þennan stað. Þú hefur fengið hlaupabakteríuna þarna? Já ég held að það sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Í gær var blíðskaparveður í Reykjavík, stillt og gott. Fullkomið útivistarveður. Það hefur ekkert kitlað, svona degi eftir Bakgarðshlaupið að fara út að hlaupa? „Mér hefur verið ráðlagt að hvíla. En það er alveg fullkomið hlaupaveður. Maður er aðeins að missa af.“ Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“ Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra. 22. september 2024 23:29 Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 22. september 2024 23:54 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Þórdís endaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fór fram í Heiðmörk um nýliðna helgi. Keppnin stóð yfir í rúman einn og hálfan sólarhring og var það Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum með því að klára 38 hringi sem hver er 6,7 kílómetra langur, það gera um 254,6 kílómetra. Sjálf kláraði Þórdís 37 hringi, rétt tæpa 248 kílómetra en lengi vel voru þær Marlena bara tvær eftir í hlaupinu. Best hafði Þórdís náð að hlaupa fimmtán hringi í bakgarðshlaupi fyrir keppni helgarinnar. Þeim árangri náði hún í maí fyrr á árinu og því er hún að bæta sig um rúma 147 kílómetra milli hlaupa. „Ég fór fimmtán hringi í maí en hefði geta haldið áfram þá. Ég var hins vegar búin að lofa sjálfri mér því að hætta því ég var á leiðinni í próf daginn eftir. Ég sá svo mikið eftir því þá. Að hafa hætt. Markmiðið var því alltaf að fara aftur í Bakgarðshlaupið og hætta ekki að hlaupa fyrr en ég bara gjörsamlega gæti ekki meira. Það gekk eftir.“ Þannig að þú vissir komandi inn í þetta hlaup að þú ættir kannski töluvert mikið inni? „Já allavegana eitthvað. Kannski ekki alveg þrjátíu og sjö hringi. En alveg eitthvað. “ „Ég hélt svona í besta falli að ég myndi komast þrjátíu hringi. Það væri þá á mjög góðum degi í mjög góðu dagsformi. Svo einhvern veginn getur maður meira en maður heldur. Ég held það sé alltaf þannig.“ Tekur einn hring í einu Andlegi styrkurinn skiptir ekki minna máli en sá líkamlegi þegar kemur að Bakgarðshlaupum og þar er Þórdís sterk og býr yfir þeim styrk að geta beint einbeitingunni í réttan farveg þegar á brattan sækir. „Nei maður verður bara að taka þetta einn hring í einu. Það er rosa misjafnt hvernig manni líður. Þetta er þó oftast þannig að ef maður líður illa í einum þessum hring þá líður það hjá eftir svona tvo hringi. Maður þarf bara að hafa einbeitinguna í lagi og hugsa um eitthvað annað eða beina einbeitingunni í einhvern annan farveg en að þjáningunni.“ Og fjölmennt stuðningsteymi fylgdi Þórdísi og átti stóran þátt í því að henni tækist að bæta sig svona svakalega. „Ég hefði aldrei getað þetta án þeirra og er ævinlega þakklát fyrir þau öll sem og öll þau sem hafa sent mér skilaboð, horft og fylgst með. Sérstaklega fjölskyldu og vini sem voru æðisleg fyrir mig á hliðarlínunni.“ Byrjaði að hlaupa fyrir fimm árum Maður gert sér það í hugarlund að dagurinn eftir Bakgarðshlaup sé erfiður fyrir hlaupara. Sjálf er Þórdís á réttri leið og líður betur en hún bjóst við. Hún horfir fram vegin og langar að reyna enn meira fyrir sér í Bakgarðshlaupum. Sjá hversu langt hún kemst. Sjálf byrjaði hún að hlaupa fyrir alvöru árið 2019 er hún hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon. Eftir það var ekki aftur snúið. „Ég fór hálfmaraþon árið 2019. Hafandi ekkert hlaupið fyrir það. Svo bara ágerist þetta. Maður fær meiri og meiri áhuga á því að hlaupa. Maður vill alltaf meira, gera stærri hluti. Svo er maður komin á þennan stað. Þú hefur fengið hlaupabakteríuna þarna? Já ég held að það sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Í gær var blíðskaparveður í Reykjavík, stillt og gott. Fullkomið útivistarveður. Það hefur ekkert kitlað, svona degi eftir Bakgarðshlaupið að fara út að hlaupa? „Mér hefur verið ráðlagt að hvíla. En það er alveg fullkomið hlaupaveður. Maður er aðeins að missa af.“
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“ Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra. 22. september 2024 23:29 Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 22. september 2024 23:54 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“ Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra. 22. september 2024 23:29
Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina. 22. september 2024 23:54
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti