Hlaup

Fréttamynd

Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur

Kuldi, rigning, snjór og hvassviðri er eins og við vitum hér á landi ansi algengt veðurfar. Íslenskir hlauparar þurfa því að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum og  og því mikilvægt að velja vel hluti sem henta.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lést í hlaupi til minningar um systur sína

Bretinn Sam Wealleans hneig niður og lést í Great North hlaupinu í Englandi á sunnudaginn. Hann hljóp til minningar um systur sína og til þess að safna peningum í styrktarsjóð.

Sport
Fréttamynd

Gat varla gengið en hljóp hálf­mara­þon

Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt.

Lífið
Fréttamynd

Bjóða Sindra hjartan­lega vel­kominn í vottað hlaup

Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár.

Sport
Fréttamynd

Sló 24 ára met Kára Steins en fær það ekki skráð

Fimmtán ára strákur úr Borgarfirði sló 24 ára gamalt aldursflokkamet Kára Steins Karlssonar um helgina, í 10 kílómetra götuhlaupi. Eða nei, því hlaupið, sem var hluti af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, var ekki vottað.

Sport
Fréttamynd

Allt fyrir hlaupið á einum stað

Þegar kemur að hreyfingu eru margir sem velja að hlaupa en það hefur líka lengi verið tengt við marga heilsueflandi ávinninga. Sumir hlaupa því fyrir heilsuna, aðrir sér til skemmtunar, einhverjir til þess að svala keppnisþörf og eflaust nokkrir sem gera það fyrir allt þrennt.

Lífið samstarf
Fréttamynd

ÍBR sækir um vottun á Reykja­víkur­mara­þoninu sem er að seljast upp

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur sent inn umsókn, eftir að umsóknarfrestur rann út, um vottun Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst. Nær uppselt er í báðar keppnir. Þrátt fyrir að umsóknin hafi borist of seint verður hún tekin til afgreiðslu. 

Sport
Fréttamynd

Síðasta á­varp Guðna í em­bætti: „Þið eruð geggjuð!“

Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. 

Innlent
Fréttamynd

Guðni hljóp í Kerlingar­fjöllum og flutti sitt síðasta á­varp

Fjallahlaupið Kerlingarfjöll ULTRA var haldið í fyrsta skiptið í blíðskaparveðri í gær. Keppendur spreyttu sig á þremur vegalengdum á miðhálendinu og tókust á við krefjandi aðstæður með bros á vör. Guðni fráfarandi forseti var meðal þátttakenda og flutti þar sitt síðasta formlega ávarp.

Lífið
Fréttamynd

N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri

Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. 

Innlent
Fréttamynd

Andrea og Arnar langfyrst á Akur­eyri

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR kom fyrst kvenna í mark og setti persónulegt met á Íslandsmeistaramótinu í hálfu maraþoni á Akureyri. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla. Aðeins ein íslensk kona hefur hlaupið hálft maraþon hraðar en Andrea gerði í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Andrea svekkir sig ekki á mann­legum mis­tökum

Þeir hlauparar sem tóku þátt í Ár­manns­hlaupinu í fyrradag munu ekki fá af­rek sín skráð í af­reka­skrá Frjáls­í­þrótta­sam­bands Ís­lands. Í til­kynningu segir að hlaupa­leiðin teljist of stutt en fimm­tíu og átta metra vantaði upp á metrana tíu þúsund sem hlaupararnir áttu að hlaupa. Ein þeirra sem þreytti hlaupið í fyrradag er Andrea Kol­beins­dóttir sem tryggði sér Ís­lands­meistara­titilinn í greininni með því að koma fyrst í mark í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Mari tók kærastann með upp á jökul

Ofurhlaupakonan Mari Järsk fór með kærstanum sínum, Nirði Lúðvígssyni ljósmyndara í hans fyrsta utanvegahlaup, Snæfellsjökulshlaupið, um helgina. Mari segir Njörð hafa verið peppaðan til að byrja með en í gríni segir hún hann hafa verið frekar leiðinlegur á meðan hlaupinu stóð, enda gríðarlega erfitt.

Lífið
Fréttamynd

Lit­rík hlaupagleði í Laugar­dalnum

Líf og fjör var í Laugardalnum síðastliðna helgi þegar hið árlega Litahlaup, eða Color Run, var haldið í áttunda sinn. Hlaupið er fimm kíló­metrar þar sem þátt­tak­end­ur eru litaðir með lita­púðri eft­ir hvern kíló­metra. Sannkölluð fjölskylduveisla!

Lífið
Fréttamynd

„Það er al­deilis ekki sjálf­sagt að hafa heilsu“

Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum.

Lífið
Fréttamynd

Mýrdalshlaup í þoku og súld

Mýrdalshlaupið fór fram í ellefta skipti í Vík í Mýrdal í gær. Keppt var í 10 km og 21 km hlaupi en auk þess fór fram 3 km skemmtiskokk sem var vel sótt. Talsverð súld og þoka var yfir rásmarkinu í fjörunni í Vík þegar tæplega 400 keppendur lögðu af stað kl 11.00 í gærmorgun.

Sport