Handbolti

AG hársbreidd frá deildarmeistaratitilnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn er hársbreidd frá því að tryggja sér danska deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg í dag, 29-25.

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu sex mörk hvor fyrir AG í dag. Arnór Atlason meiddist á upphafsmínutum leiksins en Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki spilað í dag vegna meiðsla.

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik deildarinnar á Parken í fyrra og þá hafði AG betur. I dag var fyrri hálfleikur nokkuð jafn en staðan að honum loknum 18-16 fyrir AG.

AG kláraði svo leikinn nokkuð örugglega í seinni hálfleik og munaði miklu um framlag varnarjaxlins Joachim Boldsen sem fór mikinn í sóknarleik liðsins að þessu sinni. Hann skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum.

AG er nú með 39 stig á toppi deildarrinnar en Kolding er í öðru sæti með 32 stig. Bjerringbro er svo í þriðja sætinu, ellefu stigum á eftir AG.

Það styttist því í deildarmeistaratitilinn hjá AG en liðið tryggir sér titilinn með sigri í næstu umferð. Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×