Handbolti

Strákarnir steinlágu í Þýskalandi

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn.

Hann var því tækifæri fyrir aðra leikmenn að láta ljós sitt skína og gekk þeim misvel.

Þjóðverjar með tök á leiknum nær allan tímann og sigur þeirra öruggur. Þeir leiddu með þrem mörkum í hálfleik, 16-13.

Íslenska liðið gaf verulega eftir í síðari hálfleik og þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum var munurinn orðinn tíu mörk, 27-17. Þjóðverjar héldu því forskoti og innbyrtu afar sannfærandi sigur.

Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í kvöld.

Ísland-Þýskaland  33-22 (16-13)

Mörk Íslands: Ólafur Gústafsson 5, Róbert Gunnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Arnór Gunnarsson 1, Sigurbergur Sveinsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Rúnar Kárason 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×