Handbolti

Spánverjar slátruðu Pólverjum og skutu Serba inn á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjar unnu sinn riðil.
Spánverjar unnu sinn riðil. Mynd/Nordic Photos/Getty
Serbía varð sjötta og síðasta þjóðin til að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í London þegar forkeppninni lauk í kvöld. Spánverjar sáu til þess með ellefu marka sigri á Pólverjum að Serbar komust áfram á betri markatölu.

Serbía og Pólland gerðu 25-25 jafntefli í sínum leik og Pólverjar voru með tveggja stiga forskot á Serba fyrir leiki dagsins.

Serbía vann átta marka sigur á Alsír, 26-18, og setti þá pressu á Pólverja að taka stig á móti Spáni. Það var hinsvegar aldrei inn í myndinni hjá pólska liðinu þrátt fyrir að spænska liðið væri þegar búið að tryggja sig inn á ÓL.

Spánverjar komust í 4-0, voru 18-9 yfir í hálfleik og náðu mest fjórtán marka forystu áður en Pólverjum tókst að laga stöðuna aðeins með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins.

Ísland, Króatía, Svíþjóð, Ungverjaland, Spánn og Serbía komust þannig inn á ÓL í gegnum forkeppnina sem fór fram í þremur fjögurra liða riðlum.

Þessar þjóðir verða með á ÓL í London 2012:

Bretland, gestgjafi

Frakkland

Argentína

Suður-Kórea

Túnis

Danmörk

Spánn

Króatía

Ungverjaland

Svíþjóð

Serbía

Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×