Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk.

Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson komu næstir Guðjóni af íslensku leikmönnunum en Ólafur lék aðeins tvo fyrstu leikina og skoraði þá 11 mörk úr 14 skotuum. Snorri Steinn skoraði 11 mörk úr 18 skotum.

Arnór Atlason og Guðjón Valur gáfu flestar stoðsendingar samkvæmt skráningu mótshaldara eða sjö hvor en Ólafur gaf 6 stoðsendingar í 2 leikjum. Króatinn Domagoj Duvnjak gaf flestar stoðsendingar í mótinu eða 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×