Handbolti

Ísland í riðli með Slóveníu og Hvíta-Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í baráttu við leikmenn Slóveníu á EM í Serbíu.
Aron Pálmarsson í baráttu við leikmenn Slóveníu á EM í Serbíu. Nordic Photos / AFP
Ísland verður í sterkum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins í Danmörku sem hefst nú í haust. Strákaranir okkar verða í riðli með Slóveníu, Hvíta-Rússlandi og einu liði úr forkeppninni sem fer fram í júní.

Ísland var í riðli með Slóveníu á EM í Serbíu og tapaði, 34-32, sem gerði það að verkum að Ísland fór stigalaust áfram í milliriðlakeppnina.

Ísland var í efsta styrkleikaflokki sem þýddi að liðið drógst ekki í riðil með sterkustu liðum Evrópu.

Dregið var í Kaupmannahöfn nú síðdegis en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku í janúar árið 2014. Þar sem ríkjandi Evrópumeistarar eru einnig gestgjafar mótsins komast fimmtán þjóðir áfram úr undankeppninni.

Liðunum hefur verið raðað niður í sjö riðla og tvö efstu lið hvers riðils kemst áfram í úrslitakeppnina ásamt liðinu sem nær bestum árangri í þriðja sæti.

Riðill 1:

Spánn

Makedónía

Portúgal

Sigurvegari í B-riðli undankeppninnar

Riðill 2:

Þýskaland

Tékkland

Svartfjallaland

Besta liðið í 2. sæti í forkeppninni

Riðill 3:

Frakkland

Noregur

Litháen

Sigurvegari í D-riðli forkeppninnar

Riðill 4:

Króatía

Ungverjaland

Slóvakía

Næstbesta liðið í 2. sæti í forkeppninni

Riðill 5:

Pólland

Svíþjóð

Holland

Sigurvegari í A-riðli forkeppninnar

Riðill 6:

Ísland

Slóvenía

Hvíta-Rússland

Sigurvegari í C-riðli forkeppninnar

Riðill 7:

Serbía

Austurríki

Rússland

Bosnía

Forkeppnin:

Fer fram dagana 8.-10. júní

A-riðill: Úkraína, Kýpur, Finnland, Lúxemborg.

B-riðill: Grikkland, Sviss, Ítalía, Bretland.

C-riðill: Rúmenía, Ísrael, Belgía, Írland.

D-riðill: Eistland, Lettland, Tyrkland, Malta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×