Körfubolti

Fyrsti sigur 18 ára stelpnanna í fimm ár - spila um bronsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Rósa Hálfdanardóttir.
Margrét Rósa Hálfdanardóttir. Mynd/Daníel
Íslenska 18 ára landslið kvenna vann langþráðan sigur á Norðurlandamótinu í morgun þegar stelpurnar unnu fimmtán stiga sigur á Norðumönnum, 66-51. Þetta er fyrsti sigur 18 ára kvennaliðs Íslands á NM síðan árið 2007.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir (Haukar), besti ungi leikmaður Iceland Express deildarinnar, var atkvæðamest með 24 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Sara Diljá Sigurðardóttir (Valur) bætti við 11 stigum og Hildur Björg Kjartansdóttir (Snæfell) skoraði 10 stig.

Íslenska liðið hefur tryggt sér sæti í leiknum um þriðja sætið með þessum flotta sigri þar sem stelpurnar mæta væntanlega Dönum. Ísland og Danmörk mætast einmitt í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×