Körfubolti

Hildur sú fyrsta til að taka þátt í fjórum Norðurlandamótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. Mynd/Anton
Hildur Sigurðardóttir verður í eldlínunni með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta sem mætir Noregi nú klukkan 16.00 í fyrsta leiknum sínum á Norðurlandamótinu í Noregi. Hildur er að skrifa söguna því hún verður fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að taka þátt í fjórum Norðurlandamótum.

Hildur var einnig með á NM 2000 í Bergen, NM 2004 í Arvika í Svíþjóð og á NM 2008 í Danmörku. Hildur mun í kvöld spila sinn þrettánda landsleik á Norðurlandamóti og bæta met sitt og Signýjar Hermannsdóttir sem hafði einnig verið með á undanförnum þremur Norðurlandamótum.

Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir eru báðar að taka þátt í sínu þriðja Norðurlandamóti og komast þar í hóp með Signýju Hermannsdóttur.

Flestir leikir fyrir A-landslið kvenna á Norðurlandamótum:

*Hildur Sigurðardóttir 12

Signý Hermannsdóttir 12

*Helena Sverrisdóttir 8

Erla Þorsteinsdóttir 8

Alda Leif Jónsdóttir 8

Birna Valgarðsdóttir 8

Erla Reynisdóttir 8

*María Ben Erlingsdóttir 8

* Með á NM 2012




Fleiri fréttir

Sjá meira


×