Handbolti

Róbert og Ásgeir Örn komnir með þjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Róbert Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP
Samkvæmt fréttum í Frakklandi er nýríka handboltafélagið Paris Handball búið að ganga frá samningum við þjálfarann Philippe Gardent.

Landsliðsmennirnir Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ganga til liðs við félagið í sumar en félagið var nýlega keypt af vellauðugum aðilum frá Katar sem ætla sér að byggja upp stórveldi í handboltanum.

Liðið slapp þó naumlega við fall úr efstu deild í haust en liðið verður styrkt með öflugum leikmönnum í sumar en hornamaðurinn Luc Abalo og varnartröllið Didier Dinart hafa til að mynda verið orðaðir við félagið.

Gardent hefur þjálfað Chambery síðan 1996 en fyrir nokkrum dögum síðan greindu forráðamenn félagsins frá því að hann væri hættur störfum þar. Hann gerði Chambery að frönskum meisturum árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×