Íslenski boltinn

Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli | Fyrsti sigur Leiknis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Leiknis.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Leiknis. Mynd/Anton
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld og Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli. Reykjavíkur-Víkingar náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Hetti með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma og Leiknismenn fóru til Ólafsvíkur og unnu sinn fyrsta sigur í sumar.

Óttar Steinn Magnússon virtist vera að tryggja Hetti 2-1 sigur í Víkinni með marki á fyrstu mínútu í uppbótartíma en Tómas Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið á 94. mínútu. Höttur komst tvisvar yfir í leiknum. Reykjavíkur-Víkingar voru búnir að tapa tveimur leikjum í röð fyrir leikinn.

Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Willum Þórs Þórssonar þegar þeir sóttu þrjú stig til Ólafsvíkur. Stefán Jóhann Eggertsson skoraði eina mark leiksins á 46. mínútu en Leiknisliðið var aðeins búið að ná í 3 stig í fyrstu sex umferðunum.

Leiknir komst upp úr fallsæti með þessum sigri en þar sitja núna Þróttur og BÍ/Bolungarvík en Vestfirðingar eiga leik inn á móti Haukum á morgun.



Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:

Víkingur R. - Höttur 2-2

0-1 Friðrik Ingi Þráinsson (12.), 1-1 Helgi Sigurðsson, víti (31.), 1-2 Óttar Steinn Magnússon (90.+1), 2-2 Tómas Guðmundsson (90.+4).

Víkingur Ó. - Leiknir R. 0-1

0-1 Stefán Jóhann Eggertsson (46.)



Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×