Handbolti

Brihault nýr forseti EHF

Síðasta verk fráfarandi formanns, Tor Lian, var að afhenda Lars Christiansen Evrópuskjöldinn.
Síðasta verk fráfarandi formanns, Tor Lian, var að afhenda Lars Christiansen Evrópuskjöldinn.
Frakkinn Jean Brihault var í dag kjörinn nýr forseti evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Hann tekur við af Norðmanninum og Íslandsvininum Tor Lian.

Brihault var varaforseti EHF. Hann fékk yfirburðakosningu eða 48 af 49 atkvæði.

"Ég er mjög þakklátur fyrir þennan mikla stuðning og gott að finna fyrir traustinu. Ég vonandi stend undir því. Það mun koma í ljós síðar," sagði Brihault í þakkarræðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×