Íslenski boltinn

Unglingalandsliðskonur Íslands gáfu eiginhandaráritanir í Noregi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Opennordic.com
Kvennalandslið Íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri beið í dag lægri hlut gegn Finnum í fyrsta leik sínum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem fram fer í Alta í Noregi.

Lokatölurnar urðu 1-0 Finnum í vil en myndasyrpu frá viðureigninni má sjá með því að smella hér.

Umgjörð mótsins er öll sú glæsilegasta og vakti mikla athygli þegar íslenska landsliðið kom til Alta í gær ásamt landsliðum Danmerkur, Hollands og Þýskalands. Hópur ungra knattspyrnuiðkenda frá Alta beið eftir liðunum á flugvellinum og óskaði eftir eiginhandaráritunum. Myndir frá því má sjá hér.

Íslenska liðið mætir Svíum á morgun en liðið lagði Frakkland 1-0 að velli í hinum leik riðilsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×