Handbolti

Arnór Atla: AG er komið til að vera | Eftirsjá að Jesper Nielsen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Arnór Atlason, leikmaður AG Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins, segir mikla eftirsjá að Jesper Nielsen sem hættur er afskiptum af danska handknattleiksfélaginu.

„Þetta er auðvitað blásið upp hægri vinstri og skrattinn málaður á vegginn alveg um leið. Jesper er hættur og það ætti að leggja meiri áherslu á hversu mikil eftirsjá sé af þessum manni. Það er ekkert smáræði sem hann hefur gert fyrir handboltann og mikil eftirsjá í því," segir Arnór um fjölmiðlaumfjöllun um fjárhagserfiðleika danska liðsisn og brotthvarf Nielsen.

„Ég get vottað fyrir það líkt og aðrir leikmenn AG að okkur hafa borist laun í tæka tíð hvert einasta skipti síðustu tvö ár. Eina skiptið var um síðustu mánaðarmót þegar nokrum leikmönnum var tilkynnt að þeir fengu ekki bónusgreiðslur fyrr en mánaðarmótin á eftir. Við fengum að vita

að vita að það yrði þannig þar sem AG væri að bíða eftir bónusgreiðslum frá EHF. Það er það eina sem hefur ekki borist í tæka tíð. Það er ekki eins og við eigum inni fleiri mánaðarlaun hjá félaginu," segir Arnór sem viðurkennir að óvissa sé í loftinu.

„Það er einhver óvissa eftir að Jesper og fjölskylda hans sé farin. Ekkert stress en aðeins óþægilegt að vita af þessu. Ég hef engar áhyggjur. AG er komið til að vera og þetta flaggskip er ekkert að fara að sökkva," segir Arnór.

Aðspurður hvort þeir Snorri Steinn Guðjónsson, sem báðir eru á samningi hjá félaginu, sofi vel þessa dagana brosir Arnór og segir:

„Ef það færi illa myndum við bara finna okkur eitthvað annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×