Handbolti

Magnus Jernemyr: Dómararnir leyfðu ekki að gólfið yrði þurrkað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander Petersson og íslensku strákarnir fagna marki í kvöld.
Alexander Petersson og íslensku strákarnir fagna marki í kvöld. Mynd/Valli
Sænska varnartröllið Magnus Jernemyr var afar ósáttur við dómgæsluna í viðureign Svía og Íslendinga í kvöld. Hann sagði dómarana hafa verið í öðrum gæðaflokki en leikmenn en var þó á því að það hefði komið niður á báðum liðum.

„Í fyrri hálfleik ráku þeir einn leikmanna þeirra (Ingimund Ingimundarson) af velli fyrir að missa skóinn óviljandi af fætinum," sagði Jernemyr í viðtali við Dagens Nyheter. Uppákoman var í meira lagi spaugileg þótt landsliðsþjálfaranum Guðmundi Þórði Guðmundssyni og öðrum Íslendingum hafi ekki verið skemmt þegar merki um tveggja mínútna brottvísun var gefið.

Jernemyr sagði dómarana um sýndarmennsku og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann kynntist því af herramönnunum með flauturnar.

„Þrátt fyrir að bæði lið öskruðu og báðu um að gólfið yrði þurrkað litu þeir í hina áttina. Það er algjörlega lífshættulegt að spila íþróttina á blautu gólfi," sagði Jernemyr.

Svíar eru þrátt fyrir tapið svo gott sem komnir í átta liða úrslit nema liðið bíði afhroð í leik sínum gegn Argentínu á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×