Handbolti

Einar Ingi hafði betur gegn Óskari Bjarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson. Mynd/Heimasíða Mors-Thy
Einar Ingi Hrafnsson hafði betur í Íslendingaslagnum á móti Viborg HK í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þarna voru nágrannar að mætast. Einar Ingi og félagar í Mors-Thy fengu frábæran stuðning á pöllunum og unnu að lokum fimm marka sigur, 25-20.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Viborg HK, á því enn eftir að fagna sínum fyrsta sigri með Viborg í dönsku úrvalsdeildinni því liðið gerði 24-24 jafntefli á móti Nordsjælland.

Mors-Thy lagði gruninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik sem liði vann 14-7. Liðið ætlaði greinilega að bæta fyrir 30-33 tap á móti Sönderjysk Elite í fyrstu umferðinni um síðustu helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×