Handbolti

Naumur sigur Füchse | Jafntefli hjá Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í baráttu við Sverre Jakobsson í leik Flensburg og Grosswallstadt fyrr á tímabilinu.
Arnór Atlason í baráttu við Sverre Jakobsson í leik Flensburg og Grosswallstadt fyrr á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Weztlar náði góðu stigi þegar að liðið gerði jafntefli við Flensburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 31-31.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Wetzlar og Fannar Friðgeirsson tvö. Arnór Atlason skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem hafði eins marks forystu í hálfleik, 13-12.

Jafnræði var með liðunjum í kvöld og skiptust liðin á að vera með forystu alveg fram á síðustu mínútu. Wetzlar skoraði jöfnunarmarkið í leiknum hálfri mínútu fyrir leikslok.

Þá hafði Füchse Berlin betur gegn Balingen á heimavelli, 27-26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Füchse Berlin er í efsta sæti deiladrinnar með fjórtán stig, Wetzler er í fimmta sæti með níu stig og Flensburg því sjötta með átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×