Tónlist

Hyldýpi til Danmerkur

BBI skrifar
Í Hyldýpi er leyndardómum sálarinnar líkt við afgrunn undirdjúpanna.
Í Hyldýpi er leyndardómum sálarinnar líkt við afgrunn undirdjúpanna.
Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss og verður frumsýnt 24. október.

Verkið er skrifað af Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur sem útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2011. Útskriftaverkefnið hennar nefndist Dagskrá um eldingar en það vakti athygli erlendra hátíðahaldara sem sáu það á listahátíð hérlendis. Ragnheiður var í kjölfarið beðin um að skrifa nýtt verk. Með aðstoð Leifs Þórs Þorvaldssonar hefur Ragnheiður unnið áfram með hugmyndir sínar úr Dagskrá um eldingar og niðurstaðan er Hyldýpi.

Sviðslistahópurinn Sublimi mun nú viðra verkið í danmerkurförinni og halda þaðan til Finnlands til að sýna á listahátíðinni Baltic Circle í Helsinki. Í kjölfarið kemur hópurinn með verkið aftur heim og sýnir í Gamla Bíói í byrjun desember og á Akureyrir í janúar.

Hyldýpi er fyrsta verk listahópsins Sublimi sem er nýstofnaður. Næsta verk hópsins verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins í janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×