Handbolti

Füchse vann í Ungverjalandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dagur gat fagnað sigri í dag.
Dagur gat fagnað sigri í dag.
Füchse Berlin, lærisveinar Dags Sigurðssonar, gerðu góða ferð til Ungverjalands þar sem liðið sigraði ungversku meistarana í Pick Szeged 29-22 í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta.

Leikurinn var æsispennandi lengst af en þýskur refirnir sigu fram úr á lokasprettinum og tryggðu sér kærkominn sigur.

Bæði voru  með tvö stig eftir tvo leiki en Füchse Berlin lyfti sér upp í annað sæti D-riðils með sigrinum. Lærisveinar Dags eru með 4 stig, tveimur stigum á eftir Barcelona  sem virðist vera með yfirburða lið í riðlinum.

Vinstri hornamaðurinn frá Tékklandi Ivan Nincevic var markahæstur hjá Berlin með 7 mörk. Sven Sören Christophersen skoraði 6 mörk og Iker Romero og Barlomiej Jaszka 3 mörk hvor.

Hjá Pick Szeged var Zsolt Balogh markahæstur með 5 mörk. Gabor Ancsin skoraði 4 og Frantisek Sulc 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×