Tónlist

Hjálmar spila í fyrsta sinn á Grænlandi

Hljómsveitin hjálmar spilar í fyrsta sinn á Grænlandi á laugardaginn.
Hljómsveitin hjálmar spilar í fyrsta sinn á Grænlandi á laugardaginn. fréttablaðið/anton
Hljómsveitin flýgur í fyrsta sinn til Grænlands á laugardaginn og spilar í höfuðstaðnum Nuuk um kvöldið. "Við höfum verið beðnir um að koma og spila áður en þá komumst við ekki," segir Svavar. "Tónleikarnir verða í fáránlega flottu húsi miðað við íbúafjölda. Þetta er Harpa þeirra Grænlendinga."

Hið óvenjulega við förina er að Hjálmar geta ekki flogið heim strax eftir tónleikana því þeir þurfa að bíða í þrjá til fjóra daga eftir flugi til baka. "Við ætlum að nota tímann í að fara í siglingu og gera eitthvað skemmtilegt. Kannski semja ný lög."

Hjálmar hafa spilað töluvert erlendis á þessu ári. Nú síðast tróðu þeir upp á tveimur tónlistarhátíðum í Hollandi. Á annarri þeirra spiluðu þeir með Norðmanninum Erlend Oye úr hljómsveitinni Kings of Convenience. Eftir Grænlandstónleikana spila Hjálmar á Airwaves-hátíðinni ásamt Finnanum Jimi Tenor en þeir tóku upp plötu saman fyrr á árinu.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×