Handbolti

Snorri: Ætla ekki að spila jafn mikið og Gummi Hrafnkels

Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Mynd/Valli
"Við erum með undirtökin allan leikinn og það er meira fyrir okkar klaufaskap en þeirra gæði að við náum ekki almennilega forskoti fyrr en í lokin," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson.

"Við erum oft með fjögurra til sex marka forystu en verðum kannski of værukærir. Við sýndum samt úr hverju við erum gerðir þegar á þurfti að halda.

"Þetta er átta marka sigur en hann hefði auðvitað getað orðið stærri. Við eigum það til að vera lengi í gang og höfum oft verið lengur að því en í dag. Heilt yfir held ég samt að við getum verið sáttir þó alltaf megi gera betur."

Snorri lék sinn 200. landsleik í kvöld en hversu marga leiki ætlar hann að ná?

"Ég veit það ekki en þeir verða alveg klárlega færri en hjá Gumma Hrafnkels. Ég verð samt hérna áfram á meðan ég er valinn og er í formi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×