Handbolti

Landsliðsmarkvörður Austurríkis: Hrun eftir að Dagur fór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikola Marinovic leikur með Wetzlar í Þýskalandi.
Nikola Marinovic leikur með Wetzlar í Þýskalandi. Nordic Photos / Getty Images
Nikola Marinovic, landsliðsmarkvörður Austrríkis í handbolta, segir að það hafi verið slæmt að missa Dag Sigurðsson sem landsliðsþjálfara á sínum tíma.

Dagur náði frábærum árangri með austurríska landsliðið á EM 2010 og kom svo liðinu á HM 2011 í Svíþjóð áður en hann hætti til að einbeita sér að starfi sínu hjá Füchse Berlin.

„Austurríska liðið hrundi eftir að Dagur fór. Við komumst inn á HM 2011 og þá tók Magnus Andersson við. Við náðum stigi í Þýskalandi og unnum svo Ísland í undankeppni EM 2012 en þá vorum við enn að spila eftir kerfum Dags," sagði Marinovic.

„Við skiptum svo íslenska stílnum út fyrir þann sænska - sem var mun rólegri. Það sást greinilega í lok undankeppninnar og á HM í Svíþjóð."

„Þetta er einfalt mál. Dagur hafði fulla stjórn á öllu, eins og sést á gengi Füchse Berlin. Anderson var linur - of rólegur og hafði hægt um sig á hliðarlínunni. Það hentar austurrísku skapgerðinni illa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×