Íslenski boltinn

Atli Eðvaldsson snýr aftur í íslenska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson. Mynd/Arnþór
Atli Eðvaldsson tók í dag við C-deildarliði Reynis Sandgerði en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Atli gerði KR að Íslandsmeisturum 1999 og þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2000 til 2003. Hann stýrði síðast Valsmönnum í seinni hluta Pepsi-deildar karla sumarið 2009.

Atli tekur við liðið Reynis af Jens Elvari Sævarssyni en undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti í 2. deildinni síðasta sumar. Tímabliðið var reyndar afar kaflaskipt því Reynismenn náðu í 23 stig í fyrstu tíu leikjunum og náðu síðan ekki að vinna leik í tíu leikjum frá júlí fram í september.

Atli hefur áður þjálfað HK (b-deild), ÍBV, Fylki (b-deild), KR, Þrótt og Val en þetta er í fyrsta sinn sem hann reynir fyrir sér í C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×