Handbolti

Enginn skoraði meira en Aron og Guðjón Valur í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Undankeppni EM í handbolta 2014 fór af stað með tíu leikjum í gær og þar á meðal vann íslenska karlandsliðið flottan átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu báðir 11 mörk í Höllinni í gær og voru ekki bara markahæstu leikmenn vallarins heldur skoraði enginn meira í undankeppninni í gær en íslensku Kielar-mennirnir.

Guðjón Valur skoraði 11 mörk úr 15 skotum þar af komu fimm marka hans á síðustu sjö mínútunum og tvö voru af vítapunktinum.

Aron nýtti 11 af 18 skotum sínum og komu þau öll utan af velli. Aron skoraði 7 mörk úr 10 skotum á fyrstu 22 mínútum leiksins.

Tveir aðrir leikmenn náðu að skora tíu mörk í leikjunum tíu í gær en það voru annars vegar Hvít-Rússinn Siarhei Rutenka og hinsvegar Norðmaðurinn Kristian Björnsen. Rutenka var reyndar með 9 mörk í tölfræði Vísis en var skráður með 10 mörk hjá EHF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×