Handbolti

Rakel Dögg og Ramune í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Ágúst Jóhannsson hefur valið æfingahóp fyrir EM í handbolta sem fer fram í Serbíu í næsta mánuði. Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Ramune Pekarskyte er einnig í landsliðshópnum en hún fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári.

Hópurinn telur 22 leikmenn og verður skorinn niður í sextán leikmenn í næstu viku. Æfingahópurinn var kynntur á blaðamannafundi í hádeginu og er þannig skipaður:

Markverðir:

Dröfn Haraldsdóttir, FH

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK

Sunneva Einarsdóttir, Stöjrnunni

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val

Arna Sif Pálsdóttir, Álaborg

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram

Dagný Skúladóttir, Val

Elísabet Gunnarsdóttir, Fram

Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni

Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Lippe

Hrafnhildur Skúladóttir, Val

Jóna M. Ragnarsdóttir, Stjörnunni

Karen Knútsdóttir, Blomberg Lippe

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni

Ramune Pekarskyte, Levanger HK

Steinunn Björnsdóttir, Fram

Stella Sigurðardóttir, Fram

Rut Jónsdóttir, Tvis Holstebro

Þorgerður Anna Atladóttir, Val

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Tvis Holstebro




Fleiri fréttir

Sjá meira


×