Handbolti

Naumur sigur Löwen | Enn með fullt hús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar eru enn með fullt hús stiga á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan útisigur á Gummersbach í dag, 30-28.

Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Gummersbach var yfir, 22-20, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá skoraði Löwen sex mörk gegn tveimur og sneri leiknum endanlega sér í hag.

Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Löwen og var næstmarkahæstur í sínu liði ásamt Uwe Gensheimer. Andy Schmid var markahæstur með níu mörk.

Löwen hefur byrjað frábærlega á tímabilinu og er nú með 22 stig af 22 mögulegum. Kiel kemur næst með nítján stig og þá er Füchse Berlin í þriðja sæti með sextán en bæði eiga leik til góða. Öll eru liðin þjálfuð af Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×