Körfubolti

Grindavík og Þór upp að hlið Snæfells á toppnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Þorlákshöfn síðastliðið vor.
Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Þorlákshöfn síðastliðið vor. Mynd/Daníel
Grindavík og Þór Þorlákshöfn unnu góða sigra í leikjum sínum gegn KFÍ og Keflavík í Dominos's-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Íslandsmeistarar Grindavíkur tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta í Röstinni gegn KFÍ. Liðið leiddi að honum loknum með níu stigum en munurinn var sextán sig í hálfleik, 57-41.

Gestunum frá Ísafirði gekk illa að brúa bilið í síðari hálfleik og sigur heimamanna niðurstaðan, 110-82.

Aaron Broussard var besti maður vallarins. Broussard skoraði 28 stig, var frákastahæstur með átta fráköst auk þess að stela fimm boltum.

Hjá gestunum var Damier Pitts allt í öllu. Kaninn skoraði 32 stig auk þess að gefa tíu stoðsendingar og taka átta fráköst.

Þórsarar upp að hlið Grindvíkinga og SnæfellingaKeflvíkingar byrjuðu betur gegn Þórsurum í Þorlákshöfn. Liðið leiddi að loknum fyrsta leikhluta 30-24 en liðsmenn Benedikts Guðmundssonar voru beittari í öðrum leikhluta. Þórsarar leiddu í hálfleik 54-48.

Vörn heimamanna small í síðari hálfleik en Keflvíkingar skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta. Forysta Þórsarar var í kjölfarið væn og sigurinn öruggur, 108-82.

Benjamin Curtis Smith var bestur hjá heimamönnum. Smiths skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og átti 8 stoðsendingar.

Michael Craion skoraði 23 stig fyrir gestina og tók 13 fráköst.

Með sigrum sínum komust Grindavík og Þór upp að hlið Snæfells í efsta sæti deildarinnar. Öll lið hafa unnið sjö leik en tapað tveimur.

Keflvíkingar sitja áfram í 5. sæti deildarinnar með fimm sigra úr níu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×