Handbolti

Þórir Ólafs: Allir fara í kirkju á aðfangadag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Kielce
Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er í viðtali á heimasíðu pólska handboltafélagsins Kielce. Þar útskýrir Þórir íslenskar jólahefðir.

„Á Íslandi eru þrettán jólasveinar sem gefa krökkunum litlar gjafir í skóinn dagana þrettán fyrir jól," segir Þórir og snýr sér næst að skötunni.

„Þann 23. desember borðum við fisk sem lyktar afar illa en bragðast mjög vel. Við borðum jólakvöldverð þann 24. desember eins og hér í Póllandi og opnum gjafir. Þann dag fara allir í messu og sumir í miðnæturmessu," segir Þórir sem segist mikill aðdándi hangikjöts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×