Þrjár hljómsveitir í einni 6. mars 2012 14:00 Hljómsveitin Tilviljun? gefur út smáskífuna Vaktu og heldur útgáfutónleika í tilefni af því. „Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum," segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.Vaktu með Tilviljun?„Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum," segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir innblásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum," segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu. Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn. Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.Vaktu með Tilviljun?„Við munum einblína helst á okkar eigið efni og vera í rokkgírnum," segir Elías og bætir við að textar hljómsveitarinnar séu flestir innblásnir af kristilegum boðskap en að tónlistin eigi þó að höfða til flestra. - trs
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira