Tónlist

Verri dómar en þeir héldu

Dómarnir sem Metallica og Lou Reed fengu voru ansi slæmir.
Dómarnir sem Metallica og Lou Reed fengu voru ansi slæmir.
Lars Ulrich, trommari Metallica, segir að samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Lou Reed, Lulu, hafi fengið mun verri viðbrögð en þeir bjuggust við. Margir gagnrýnendur töldu plötuna með þeim verstu á síðasta ári og hreinlega hökkuðu hana í sig.

„Sérstaklega var þetta leiðinlegt gagnvart Lou því hann er svo fínn náungi. En þegar Metallica spilar kraftmikil gítarriff á meðan Lou Reed les ljóð um þýska bóhema frá því fyrir 150 árum, get ég vel ímyndað mér að það sé erfitt að meðtaka það," sagði Ulrich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×