Handbolti

Ólafur Stefánsson: Möguleikinn er ekki stór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur í leik með landsliðinu á Ólympíuleikunum.
Ólafur í leik með landsliðinu á Ólympíuleikunum. fréttablaðið/Valli
Ólafur Stefánsson vildi lítið segja um framtíðaráætlanir sínar þegar Fréttablaðið ræddi við hann um helgina. Ólafur hefur verið í fríi síðan Ólympíuleikunum lauk í síðasta mánuði.

„Ég er bara enn að melta Ólympíuleikana og veit ekki enn hvað tekur við," sagði Ólafur. „Það eru möguleikar, vissulega. Ég er að reyna að skapa mér þannig aðstæður að ég velji réttan möguleika, þó maður viti aldrei fyrr en eftir á hvort maður valdi rétt."

Aron Kristjánsson hefur tekið við þjálfun íslenska landsliðsins og Ólafur útilokaði ekki að hann myndi spila aftur með liðinu. „Það er einn af þessum möguleikum en hann er ekkert rosalega stór. Ég veit bara ekki hvað gerist næst – það er óbreytt ástand hjá mér."

Ólafur var síðast á mála hjá AG í Danmörku en hann er nú án félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×