Tekur við góðri beinagrind 11. september 2012 12:00 Ágúst Már Garðarsson er tekinn við sem umsjónarmaður edrú-tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról sem hefur göngu sína í kvöld eftir sumarfrí. fréttablaðið/vilhelm „Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?" veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Fyrstu tónleikarnir eftir sumarfrí fara fram í kvöld, að venju í Edrúhöllinni í Efstaleyti, klukkan 20 og stíga feðgar á svið í tveimur mismunandi sveitum. Captain Fufanu hefur leikinn með Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson í broddi fylkingar, en hann er einmitt sonur Einars Arnar Benediktssonar í Ghostigital sem leikur efni af nýjustu plötu sinni, Division of Culture & Tourism. Tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir ári og segir Ágúst, sem hefur verið Arnari Eggerti innan handar við skipulagningu, hana hafa verið tilraun sem tókst. „Það er í raun magnað að það hafi gengið upp að hafa edrú-tónleika svona snemma á kvöldin í miðri viku. Arnar Eggert hannaði mjög góða beinagrind sem ég tek nú við. Þessu fylgir töluvert stúss og ég er með fiðrildi í maganum en líður samt mjög vel með þetta," útskýrir Ágúst, en hans aðalstarf er sem kokkur á veitingastaðnum Satt á Hóteli Natura. „Ég hef verið viðloðandi tónleikahald frá því ég skipulagði reifin þegar ég var fimmtán ára, svo ég hef lært ýmislegt," bætir hann við.- kg Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?" veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Fyrstu tónleikarnir eftir sumarfrí fara fram í kvöld, að venju í Edrúhöllinni í Efstaleyti, klukkan 20 og stíga feðgar á svið í tveimur mismunandi sveitum. Captain Fufanu hefur leikinn með Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson í broddi fylkingar, en hann er einmitt sonur Einars Arnar Benediktssonar í Ghostigital sem leikur efni af nýjustu plötu sinni, Division of Culture & Tourism. Tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir ári og segir Ágúst, sem hefur verið Arnari Eggerti innan handar við skipulagningu, hana hafa verið tilraun sem tókst. „Það er í raun magnað að það hafi gengið upp að hafa edrú-tónleika svona snemma á kvöldin í miðri viku. Arnar Eggert hannaði mjög góða beinagrind sem ég tek nú við. Þessu fylgir töluvert stúss og ég er með fiðrildi í maganum en líður samt mjög vel með þetta," útskýrir Ágúst, en hans aðalstarf er sem kokkur á veitingastaðnum Satt á Hóteli Natura. „Ég hef verið viðloðandi tónleikahald frá því ég skipulagði reifin þegar ég var fimmtán ára, svo ég hef lært ýmislegt," bætir hann við.- kg
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira