Plata Retro Stefson seld í sjö mismunandi útgáfum 20. september 2012 17:00 Gylfi Sigurðsson, trommari Retro Stefson, á einni þeirra sjö mynda sem notaðar verða á nýju plötunni. „Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Þriðja plata Retro Stefson, sem kemur út 2. október og er samnefnd sveitinni, verður seld í verslunum með sjö mismunandi framhliðum og verður þessi útgáfa plötunnar seld í takmörkuðu upplagi. Hver framhlið verður með mynd af einum af sjö meðlimum hljómsveitarinnar. Hinar sex myndirnar verða inni í umslaginu og geta kaupendur því skipt um mynd á framhliðinni eins oft og þeir vilja. Myndirnar tók Ari Magg í Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur Yeoman var stílisti og um listræna stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt og fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað öll umslög Retro Stefson til þessa. Á ferilskrá hans eru einnig umslög með FM Belfast, Leaves og Sesari A. „Það hentaði vel að vera með margs konar myndir sem eru bæði lifandi og litríkar. Retro Stefson er spes hljómsveit því hún hefur mjög litríkan tónlistarstíl. Það skemmtilega við tónlistina er að hún er úti um allt og alls konar en samt algjörlega Retro Stefson. Við vorum að reyna að endurspegla það,“ greinir Halli frá. „Það var frábært að vinna með Ara Magg og samvinnan við Retro Stefson hefur alltaf verið góð. Við áttum mjög skemmtilegan dag þegar við tókum þessar myndir og ég hlakka mikið til að sjá þetta á prenti.“ Auk þessarar nýstárlegu útgáfu kemur platan út í tvöföldu, veglegu vínylformi.freyr@frettabladid.is Tónlist Tengdar fréttir Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Þriðja plata Retro Stefson, sem kemur út 2. október og er samnefnd sveitinni, verður seld í verslunum með sjö mismunandi framhliðum og verður þessi útgáfa plötunnar seld í takmörkuðu upplagi. Hver framhlið verður með mynd af einum af sjö meðlimum hljómsveitarinnar. Hinar sex myndirnar verða inni í umslaginu og geta kaupendur því skipt um mynd á framhliðinni eins oft og þeir vilja. Myndirnar tók Ari Magg í Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur Yeoman var stílisti og um listræna stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt og fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað öll umslög Retro Stefson til þessa. Á ferilskrá hans eru einnig umslög með FM Belfast, Leaves og Sesari A. „Það hentaði vel að vera með margs konar myndir sem eru bæði lifandi og litríkar. Retro Stefson er spes hljómsveit því hún hefur mjög litríkan tónlistarstíl. Það skemmtilega við tónlistina er að hún er úti um allt og alls konar en samt algjörlega Retro Stefson. Við vorum að reyna að endurspegla það,“ greinir Halli frá. „Það var frábært að vinna með Ara Magg og samvinnan við Retro Stefson hefur alltaf verið góð. Við áttum mjög skemmtilegan dag þegar við tókum þessar myndir og ég hlakka mikið til að sjá þetta á prenti.“ Auk þessarar nýstárlegu útgáfu kemur platan út í tvöföldu, veglegu vínylformi.freyr@frettabladid.is
Tónlist Tengdar fréttir Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00