Handbolti

Halldór Orri með þrennu í sigri Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Stjarnan vann sinn fyrsta leik í Lengjubikar karla er liðið vann stórsigur á KF, 5-0. Alls fóru þrír leikir fram í dag.

Halldór Orri Björnsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna sem tapaði fyrir KR fyrr í mánuðinum.

Fylkismenn töpuðu fyrir Víkingi, Ólafsvík, en síðarnefnda liðið er nýliði í Pepsi-deildinni. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Víkinga sem komust í 3-0 forystu í leiknum.

Ólafsvíkingar hafa unnið báða leiki sína til þessa í 1. riðli, rétt eins og Íslandsmeistarar FH.

ÍA hafði svo betur gegn Víkingi, Reykjavík, 2-1. Theodore Furness skoraði sigurmark Skagamanna í upphafi síðari hálfleiks.

Úrslit dagsins:

1. riðill:

Fylkir - Víkingur Ó. 1-3

0-1 Fannar Hilmarsson (23.)

0-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (64.)

0-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (70.)

1-3 Hákon Ingi Jónsson (92.)

2. riðill:

Víkingur R. - ÍA 1-2

1-0 Gunnar Reynir Steinarsson (3.)

1-1 Eggert Kári Karlsson (42.)

1-2 Theodore Eugene Furness (50.)

3. riðill:

Stjarnan - KF 5-0

1-0 Ólafur Karl Finsen (8.)

2-0 Hörður Árnason (37.)

3-0 Halldór Orri Björnsson (57.)

4-0 Halldór Orri Björnsson (73.)

5-0 Halldór Orri Björnsson (90.)

Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×