Íslenski boltinn

Ólafsvíkingar lögðu meistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ejub Purisevic er þjálfari Víkinga frá Ólafsvík.
Ejub Purisevic er þjálfari Víkinga frá Ólafsvík. Mynd/Pjetur
Víkingur frá Ólafsvík er enn með fullt hús stiga í 1. riðli Lengjubikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum FH í kvöld.

Bæði lið unnu fyrstu fjóra leiki sína í riðlinum en FH, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, komst yfir með marki Freys Bjarnasonar á 6. mínútu í kvöld.

En Ólafsvíkingar komu til baka og tryggðu sér sigur með mörkum Björns Pálssonar og Steinars Ragnarssonar.

Víkingur er á toppi riðilsins með fimmtán stig en FH og Fylkir koma næst með tólf stig hvort.

Þá hafði Þróttur betur gegn Keflavík, 2-0, í 3. riðli. Þróttur er í þriðja sæti riðilsins með níu stig en Keflavík í sjöunda og næstneðsta sæti með fimm stig.

Einnig var spilað í Lengjubikar kvenna. Stjarnan hafði betur gegn Breiðabliki, 4-1, en bæði lið eru með níu stig eins Valur, sem á leik til góða.

Úrslit kvöldsins:

Víkingur Ó - FH 2-1

0-1 Freyr Bjarnason (6.)

1-1 Björn Pálsson (35.)

2-1 Steinar Ragnarsson (69.)

Þróttur - Keflavík 2-0

1-0 Oddur Björnsson (58.)

2-0 Hlynur Hauksson (92.)

Breiðablik - Stjarnan 1-4

0-1 Danka Podovac (12.)

0-2 Rúna Sif Stefánsdóttir (25.)

0-3 Harpa Þorsteinsdóttir (39.)

1-3 Ingibjörg Sigurðardóttir (73.)

1-4 Harpa Þorsteinsdóttir (82.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×