Körfubolti

Kirilenko reynir fyrir sér á leikmannamarkaðnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kirilenko lék mjög vel í vetur
Kirilenko lék mjög vel í vetur MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Rússneski körfuboltaleikmaðurinn Andrei Kirilenko ætlar ekki að klára samning sinn við Minnesota Timberwolves í NBA deildinni en hann hafði val um það hvort hann léki eitt ár til viðbótar með liðinu.

Kirilenko hefði fengið 10 milljónir Bandaríkjadala fyrir síðasta ár sitt með Timberwolves en vill frekar reyna fyrir sér á leikmannamarkaðnum í von um að fá lengri samning sem skilar honum meiri tekjum til lengri tíma.

Kirilenko tók þessa ákvörðun um helgina og er því frjálst að ræða við önnur félög frá og með morgundeginum þegar opnað verður fyrir viðræður leikmanna með lausa samninga og félaga í NBA.

Kirilenko lék mjög vel með Timberwolves í vetur. Hann skoraði 12,4 stig, tók 5,7 fráköst og stal 1,5 boltum í leik að meðaltali en hann missti þó af 18 leikjum á tímabilinu vegna meiðsla.

Kirilenko er mjög góður varnarmaður og er honum ekki síst þakkað fyrir miklar framfarir liðsins í varnarleiknum.

Timberwolves hefur nú 7 milljónir dala til að freista öflugra leikmanna á borð við O.J. Mayo, Kyle Korver, Kevin Martin, J.J. Redick og Marco Bellinelli.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×