Samaris heldur útgáfutónleika 9. júlí 2013 11:00 Samaris. Samaris heldur útgáfutónleika á Volta á fimmtudag til að fagna samnefndri plötu sinni. Platan, sem inniheldur meðal annars stuttskífurnar Hljóma þú og Stofnar falla, er gefin út af 12 Tónum á Íslandi en af One Little Indian annars staðar í heiminum. Á tónleikunum á fimmtudag verða lög af skífunni í bland við nýtt efni af væntanlegri breiðskífu. Þar koma einnig fram hljómsveitin Yagya og Dj Yamaho. Samaris er skipuð þeim Áslaugu Rún Magnúsdóttur (klarinett), Jófríði Ákadóttur (söngur) og Þórði Kára Steinþórssyni (forritun). Sveitin vakti fyrst athygli með sigri á Músíktilraunum árið 2011 og skapaði sér strax sérstöðu með sveimkenndri tónlist sinni. Þar var blandað saman framúrstefnulegum töktum við reikulan klarinettuleik og dulrænan söng Jófríðar, en allir textar sveitarinnar eru sóttir í klassískan ljóðbálk íslenskra skálda frá lokum 19. aldar til byrjunar 20. aldar - allt frá Steingrími Thorssteinssyni til Guðfinnu frá Hömrum.Forsíðumynd plötunnar.Sveitin gaf sjálf út stuttskífuna Hljóma þú fyrir Iceland Airwaves árið 2011. Samaris endurtók leikinn árið seinna með annarri stuttskífu, Stofnar falla, en hún var að mestu leyti tekin upp í Sundlauginni ásamt þeimi Birgi Jóni Birgissyni og Gunnari Tynes (múm). Þá voru fjölmörg plötufyrirtæki farin að sækjast eftir samstarfi við sveitina, en í byrjun árs skrifaði Samaris undir plötusamninga við 12 Tóna á Íslandi og One Little Indian í Bretlandi. Samnefnd skífa sveitarinnar er fyrsta afurð þessa samstarfs, en jafnframt er sveitin þessa daganna að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu í fullri lengd, í samvinnu við upptökustjórann og raftónlistarmanninn, Oculus. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 krónur, en fyrir 2.500 kr fæst eintak af hljómplötunni með aðgangi að tónleikunum. Tengdar fréttir Samaris hluti af norrænni byltingu Hljómsveitin Samaris er á lista breska tónlistartímaritsins Thelineofbestfit.com yfir þær hljómsveitir eða tónlistarmenn sem eru leiðandi öfl í hinni svokölluðu norrænu byltingu með konum í fararbroddi. 2. júlí 2013 10:00 Tveir heimar mætast á töfrandi hátt Enginn tónlistaráhugamaður að vera svikinn af rammíslensku rafpoppi Samaris. 3. júlí 2013 23:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Samaris heldur útgáfutónleika á Volta á fimmtudag til að fagna samnefndri plötu sinni. Platan, sem inniheldur meðal annars stuttskífurnar Hljóma þú og Stofnar falla, er gefin út af 12 Tónum á Íslandi en af One Little Indian annars staðar í heiminum. Á tónleikunum á fimmtudag verða lög af skífunni í bland við nýtt efni af væntanlegri breiðskífu. Þar koma einnig fram hljómsveitin Yagya og Dj Yamaho. Samaris er skipuð þeim Áslaugu Rún Magnúsdóttur (klarinett), Jófríði Ákadóttur (söngur) og Þórði Kára Steinþórssyni (forritun). Sveitin vakti fyrst athygli með sigri á Músíktilraunum árið 2011 og skapaði sér strax sérstöðu með sveimkenndri tónlist sinni. Þar var blandað saman framúrstefnulegum töktum við reikulan klarinettuleik og dulrænan söng Jófríðar, en allir textar sveitarinnar eru sóttir í klassískan ljóðbálk íslenskra skálda frá lokum 19. aldar til byrjunar 20. aldar - allt frá Steingrími Thorssteinssyni til Guðfinnu frá Hömrum.Forsíðumynd plötunnar.Sveitin gaf sjálf út stuttskífuna Hljóma þú fyrir Iceland Airwaves árið 2011. Samaris endurtók leikinn árið seinna með annarri stuttskífu, Stofnar falla, en hún var að mestu leyti tekin upp í Sundlauginni ásamt þeimi Birgi Jóni Birgissyni og Gunnari Tynes (múm). Þá voru fjölmörg plötufyrirtæki farin að sækjast eftir samstarfi við sveitina, en í byrjun árs skrifaði Samaris undir plötusamninga við 12 Tóna á Íslandi og One Little Indian í Bretlandi. Samnefnd skífa sveitarinnar er fyrsta afurð þessa samstarfs, en jafnframt er sveitin þessa daganna að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu í fullri lengd, í samvinnu við upptökustjórann og raftónlistarmanninn, Oculus. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 krónur, en fyrir 2.500 kr fæst eintak af hljómplötunni með aðgangi að tónleikunum.
Tengdar fréttir Samaris hluti af norrænni byltingu Hljómsveitin Samaris er á lista breska tónlistartímaritsins Thelineofbestfit.com yfir þær hljómsveitir eða tónlistarmenn sem eru leiðandi öfl í hinni svokölluðu norrænu byltingu með konum í fararbroddi. 2. júlí 2013 10:00 Tveir heimar mætast á töfrandi hátt Enginn tónlistaráhugamaður að vera svikinn af rammíslensku rafpoppi Samaris. 3. júlí 2013 23:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Samaris hluti af norrænni byltingu Hljómsveitin Samaris er á lista breska tónlistartímaritsins Thelineofbestfit.com yfir þær hljómsveitir eða tónlistarmenn sem eru leiðandi öfl í hinni svokölluðu norrænu byltingu með konum í fararbroddi. 2. júlí 2013 10:00
Tveir heimar mætast á töfrandi hátt Enginn tónlistaráhugamaður að vera svikinn af rammíslensku rafpoppi Samaris. 3. júlí 2013 23:00