Handbolti

Gunnar Magnússon tekur við ÍBV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Magnússon var áður þjálfari HK.
Gunnar Magnússon var áður þjálfari HK. Mynd / Anton
Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki. 

Gunnar mun stýra liðinu ásamt Arnari Péturssyni en Erlingur Richardsson hætti með liðið í vor. Erlingur tekur við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á næstu leiktíð og því vantaði mann í hans stað.

Gunnar Magnússon gerir þriggja ára samning við ÍBV en þjálfarinn er margreyndur og mikill fengur fyrir Eyjamenn.

Gunnar hefur verið í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í mörg ár og var meðal annars með liðinu þegar Ísland vann til bronsverðlauna á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.

Þjálfarinn hefur verið með norska liðinu Kristiansund undanfarinn ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×